Kæru nemendur,
við í MÍ erum mjög stolt af því hvað þið hafið tekið breytingum á skólastarfinu af mikilli yfirvegun. Við vitum að fyrir sum ykkar voru þessar breytingar erfiðar og fyrir önnur ekki eins erfiðar.
Langa helgin okkar er að ganga í garð, engin kennsla verður í MÍ á morgun föstudaginn 16. okt. og mánudaginn 19. okt. Vonandi náið þið að njóta þess að vera í fríi og hlaða batteríin.
Núverandi sóttvarnaráðstafanir gilda til miðnættis mánudaginn 19. október. Við bíðum eftir frekari fyrirmælum frá sóttvarnaryfirvöldum varðandi næstu viku.
Við vonumst að sjálfsögðu til að skólahald komist sem fyrst í eðlilegt horf aftur.
Við munum senda upplýsingar með tölvupósti og setja á heimasíðu MÍ um leið og þær liggja fyrir. Upplýsingar um fyrirkomulag næstu viku verða sendar út í síðasta lagi á mánudaginn.
Gangi ykkur öllum áfram vel.