18 apr 2012
Þá er það orðið ljóst að flytjendur MÍ eru komnir áfram í Söngkeppni framhaldsskólanna en úrslitakvöldið verður haldið í Reykjavík laugardaginn 21. apríl n.k. Framlag MÍ að þessu sinni er lagið "Ég man". Lagið er eftir Vinnie Paz. Íslenski textinn er eftir Ástrós Þóru Valsdóttur sem syngur lagið fyrir hönd skólans. Með Ástrós á sviðinu verða Sunna Karen Einarsdóttir og Freyja Rein Grétarsdóttir sem syngja bakraddir og spila á hljóðfæri. Innilega til hamingju Ástrós og félagar! Nánari upplýsingar um það hvaða skólar komust áfram er á mbl.is.