18 mar 2025
Á dögunum leit Elfar Logi Hannesson leikhússtjóri Kómedíuleikhússins við til að að ræða hugmyndir um samstarf við MÍ. Samstarfið felst í því að nemendur í ákveðnum áföngum sæki reglulega leiksýningar Kómedíuleikhússins í Haukadal og verði einnig leitast við að bjóða öllum nemendum skólans upp á leikhúsupplifun í húsnæði skólans a.m.k. einu sinni á ári.
Kómedíuleikhúsið er eina atvinnuleikhúsið á Vestfjörðum. Frá stofnun leikhússins árið 1997 hefur verður settur á svið fjöldi leikverka sem eiga það flest sameiginlegt að tengjast með einum eða öðrum hætti sögu Vestfjarða. Nokkur dæmi eru Gísli Súrsson, Jón Sigurðsson strákur að vestan og Ariasman sem er nýjasta leikverk Kómedíuleikhúss.