18 nóv 2024
Laugardaginn 16. nóvember, á degi íslenskrar tungu, hlaut MÍ Íslenskusénsinn 2024. Það er Gefum íslensku séns – íslenskuvænt samfélag sem stendur að verðlaununum. Íbúum norðarverðra Vestfjarða gafst tækifæri til að útnefna þann aðila, fyrirtæki, stofnun, einstakling eða félagasamtök sem hvetja sem mest til íslenskunotkunar í víðum skilningi og stuðla þar af leiðandi að framförum í meðförum tungunnar samkvæmt þeim einkunnarorðum að íslenska lærist ekki nema hún sé notuð. MÍ hlaut flestar tilnefningar og hlýtur þar með fyrst allra Íslenskusénsinn. Við í MÍ erum þakklát fyrir þennan heiður og verðlaunin hvetja okkur enn frekar til dáða í að efla íslenskunotkun innan skólans.