18 feb 2025
Erna Sigrún námsráðgjafi MÍ hefur undanfarna daga verið á ferðinni í grunnskólunum á norðanverðum Vestfjörðum að kynna MÍ fyrir nemendum í 10.bekk. Tveir nemendur MÍ, þau Sæunn Liv og Sverrir Bjarki hafa verið með í för og aðstoðað Ernu. 10.bekkingar fengu að fræðast um þær námsbrautir sem eru í boði hjá okkur, hvað felst í leiðsagnarnámi, hvernig áfangakerfið virkar, hvaða þjónusta er i boði hjá námsráðsráðgjafa og ýmislegt fleira. Að sjálfsögðu var einnig sagt frá félagsstarfi nemenda og aðstöðunni í skólanum, s.s. mötuneyti og heimavist.
Þann 28.mars n.k. verður opið hús í MÍ og við hlökkum til að fá 10.bekkinga í heimsókn til okkar og sýna þeim skólann.