14 mar 2014
Þessa dagana eru fjórir nemendur úr grunndeild málmiðngreina staddir í skólaheimsókn í Danmörku. Heimsóknin er styrkt af Leonardo starfsmenntaáætluninni sem er hluti af menntaáætlun ESB. Nemendurnir munu dvelja í bænum Fredericia á Jótlandi næstu þrjár vikurnar við nám og störf. MÍ hefur í nokkur ár verið í samstarfi við skólann EUC Lillebælt. Nemendahópar frá skólanum hafa komið hingað í heimsókn undanfarnar haustannir og nú fengu nemendur MÍ tækifæri til að endurgjalda heimsóknirnar. Eins og sjá má á meðfylgjandi mynd er vorið komið í Danmörku.