Margir nemendur skólans heiðraðir fyrir árangur í íþróttum

16 jan 2024

Margir nemendur skólans heiðraðir fyrir árangur í íþróttum

Tilnefnd til efnilegasta íþróttamanns Ísafjarðarbæjar 2023
Tilnefnd til efnilegasta íþróttamanns Ísafjarðarbæjar 2023
1 af 3

Um helgina voru útnefndir íþróttamenn ársins bæði í Bolungarvík og í Ísafjarðarbæ auk þess sem efnilegir íþróttamenn voru heiðraðir. Margir MÍ-ingar fengu þar viðurkenningar. Mörg þeirra sem hlutu viðurkenningar eru á íþróttasviði skólans en þar stunda nú alls 40 nemendur, eða 23% dagskólanemenda, nám í 8 íþróttagreinum; blaki, bogfimi, handbolta, knattspyrnu, körfubolta, ólympískum lyftingum, skíðagöngu og sundi.

Í Bolungarvík voru Jóhanna Wiktoría Harðardóttir í körfubolta og Mattías Breki Birgisson skíðamaður tilnefnd til íþróttamanns ársins. Auk þess fengu Bríet María Ásgrímsdóttir, Jóhanna Wiktoria Harðardóttir og Katla Salóme Hagbarðsdóttir viðurkenningu fyrir góðan árangur í íþróttum en þær æfa allar körfubolta.

Í Ísafjarðarbæ voru tveir nemendur tilnefndir sem íþróttamaður ársins en það voru þær Sigrún Betanía Kristjánsdóttir í knattspyrnu og Svanfríður Guðný Þorleifsdóttir í blaki. Elmar Atli Garðarsson knattspyrnumaður var valinn íþróttamaður Ísafjarðarbæjar 2023 en hann er fyrrum nemandi skólans. 8 nemendur voru tilnefndir sem efnilegasti íþróttamaður Ísafjarðarbæjar 2023 en það voru þau Grétar Smári Samúelsson í skíðagöngu, Guðrún Helga Sigurðardóttir í lyftingum, Hjálmar Helgi Jakobsson í körfuknattleik, Karen Rós Valsdóttir í skotfimi, Maria Kozak í bogfimi, Patrekur Bjarni Snorrason í knattspyrnu, Svala Katrín Birkisdóttir í knattspyrnu og Sverrir Bjarki Svavarsson í blaki. Maria Kozak og Sverrir Bjarki Svavarsson voru valin efnilegustu íþróttamenn ársins.

Við óskum nemendum okkar til hamingju með viðurkenningarnar.

Myndirnar sem fylgja fréttinni eru fengnar af www.bolungarvik.is og www.isafjordur.is

Til baka