Um helgina voru útnefndir íþróttamenn ársins bæði í Bolungarvík og í Ísafjarðarbæ auk þess sem efnilegir íþróttamenn voru heiðraðir. Margir MÍ-ingar fengu þar viðurkenningar. Mörg þeirra sem hlutu viðurkenningar eru á íþróttasviði skólans en þar stunda nú alls 40 nemendur, eða 23% dagskólanemenda, nám í 8 íþróttagreinum; blaki, bogfimi, handbolta, knattspyrnu, körfubolta, ólympískum lyftingum, skíðagöngu og sundi.
Í Bolungarvík voru Jóhanna Wiktoría Harðardóttir í körfubolta og Mattías Breki Birgisson skíðamaður tilnefnd til íþróttamanns ársins. Auk þess fengu Bríet María Ásgrímsdóttir, Jóhanna Wiktoria Harðardóttir og Katla Salóme Hagbarðsdóttir viðurkenningu fyrir góðan árangur í íþróttum en þær æfa allar körfubolta.
Í Ísafjarðarbæ voru tveir nemendur tilnefndir sem íþróttamaður ársins en það voru þær Sigrún Betanía Kristjánsdóttir í knattspyrnu og Svanfríður Guðný Þorleifsdóttir í blaki. Elmar Atli Garðarsson knattspyrnumaður var valinn íþróttamaður Ísafjarðarbæjar 2023 en hann er fyrrum nemandi skólans. 8 nemendur voru tilnefndir sem efnilegasti íþróttamaður Ísafjarðarbæjar 2023 en það voru þau Grétar Smári Samúelsson í skíðagöngu, Guðrún Helga Sigurðardóttir í lyftingum, Hjálmar Helgi Jakobsson í körfuknattleik, Karen Rós Valsdóttir í skotfimi, Maria Kozak í bogfimi, Patrekur Bjarni Snorrason í knattspyrnu, Svala Katrín Birkisdóttir í knattspyrnu og Sverrir Bjarki Svavarsson í blaki. Maria Kozak og Sverrir Bjarki Svavarsson voru valin efnilegustu íþróttamenn ársins.
Við óskum nemendum okkar til hamingju með viðurkenningarnar.
Myndirnar sem fylgja fréttinni eru fengnar af www.bolungarvik.is og www.isafjordur.is