Hin árlega Menntakvika Menntavísindasviðs Háskóla Íslands verður haldin 1. og 2. október næstkomandi.
Við viljum vekja sérstaka athygli á málstofunni Framhaldsskólinn á tímamótum, rannsóknarstofu um þróun skólastarfs þann 1. október kl. 10.45 - 12.15. Þar mun Hildur Halldórsdóttir, aðstoðarskólameistari Menntaskólans á Ísafirði, kynna niðurstöður rannsóknar sinnar og meistaraverkefni frá Menntavísindasviði HÍ. Erindið heitir Fagleg forysta víkur fyrir tæknilegum úrlausnarefnum úr ytra umhverfi framhaldskóla: Sýn og reynsla aðstoðarskólameistara.
Menntakvika er rafræn að þessu sinni og hægt að mæta á allar málstofur og erindi í gegnum tengla í dagskrá. Nánari upplýsingar um Menntakviku og dagskrá má finna hér.
Slóð á málstofuna Framhaldsskólinn á tímamótum er hér.