18 nóv 2009
Lið Menntaskólans á Ísafirði keppir við Hraðbraut í Morfís mælsku- og rökræðukeppni framhaldsskólanna.
Keppnin frem fram á Sal skólans, laugardaginn 21. nóvember kl. 20.30.
Húsið opnar 20:00 og hefst keppnin kl.20:30
Lið MÍ að þessu sinni er skipað: Hermanni Óskari Hermannssyni, Svani Pálssyni, Hreini Þóri Jónssyni og Andra Pétri Þrastarsyni. Umræðuefnið "Það á að gera Vestmannaeyjar að fanganýlendu",
Búist er við mjög spennandi keppni. Nemendur eru hvattir til að mæta og styðja lið skólans. Einnig er annað áhugafólk um Morfís hvatt til að mæta.