Í gær settust um 20 nemar í iðnmeistaranámi á skólabekk í MÍ. Nokkuð er um liðið síðan nám til iðnmeistara var kennt við skólann síðast og góð þátttaka í náminu er sérstaklega ánægjuleg. Kennt verður nokkra miðvikudaga og flesta fimmtudaga frá kl. 18-21 og áætlað er að kennslu á önninni ljúki í lok apríl. Námið tekur þrjár annir og eru um 11 einingar kenndar á hverri önn. Á kynningarfundi og fyrstu kennslustund í gær var góð mæting og eftirvænting í loftinu. Heiðrún Tryggvadóttir áfangastjóri og Þröstur Jóhannesson húsasmíðakennari munu sjá um kennslu í áfanganum Kennsla og leiðsögn sem kenndur verður í hverri viku en aðrir kennarar eru Una Þóra Magnúsdóttir sem kennir Almenna lögfræði og reglugerðir, Heiða Jónsdóttir sem kennir Grunn að gæðahandbók og Ísól Fanney Ómarsdóttir sem kennir Aðferðir verkefnastjórnunar. Þær munu kenna í styttri lotum. Námið mun einnig fram á Teams en einn nemandi er í fjarnámi frá Reykhólum.
4 feb 2021