8 nóv 2024
Fimmtudaginn 7. nóvember var haldið nemendaþing með svokölluðu þjóðfundasniði. Nemendum var skipt í hópa og tekin voru til umfjöllunar spurnigar um metnað, nám og félagslíf við skólann. Eftir umræður í hópum kynntu borðstjórar niðurstöður síns hóps. Boðið var upp á snúða og safa í hléi en fundurinn stóð frá kl. 9:45 til kl. 11: 45
Skólafundir skulu haldnir a.m.k. einu sinni á ári skv. lögum um framhaldsskóla og í MÍ hafa slíkir fundir verið haldnir á hverri önn um nokkurt skeið. Góð þátttaka var meðal nemenda og kennara á fundinum í ár og verða niðurstöður hans teknar saman og kynntar áður en önninni lýkur.