Nemendur frá Danmörku í heimsókn

26 nóv 2024

Nemendur frá Danmörku í heimsókn

Síðustu daga hafa átta stálsmíðanemar frá samstarfsskóla okkar í Danmörku, EUC Lillebælt, dvalið á Ísafirði. Nemendurnir komu til Ísafjarðar 18. nóvember og gista á heimavistinni ásamt kennaranum sínum, Mads Damman.

Nemarnir hafa stundað nám í skólanum á Ísafirði og tekið þátt í ýmsum verkefnum og verklegum æfingum. Heimsóknin er hluti af samstarfsverkefni milli skólanna tveggja, sem miðar að því að efla faglega færni og menningarsamskipti nemenda.

Auk námsins hafa nemarnir skoðað sig um í nágrenninu og heimsótt meðal annars Dynjanda og Bolafjall. Nemendurnir halda héðan aftur heim 26. nóvember, með nýja reynslu og þekkingu í farteskinu. Á meðfylgjandi mynd má sjá hópinn ásamt Mads og Alexíusi stálsmíða kennara Menntaskólans á Ísafirði, nemendurnari halda á kertaluktum sem þau smíðuðu á meðan dvöl þeirra stóð. 

Til baka