25 mar 2025
Nýlega fóru nemendur á starfsbraut í heimsókn í Kertahúsið á Ísafirði. Þar tók Sædís Ólöf Þórsdóttir sem ásamt manni sínum er eigandi þessa litla fyrirtækis. Sagði Sædís nemendum söguna af því hvernig fyrirtækið varð til og bauð hún þeim að skoða vinnuaðstöðuna. Komust nemendur að því að ansi mörg handtök geta verið bak við gerð hvers kertis. Að lokum fékk hver nemandi að búa til ilmkerti til að taka með heim og var það toppurinn á þessari heimsókn að mati hópsins.