23 mar 2023
Þessa dagana eru nemendur frá Omnia í Espoo í Finnlandi í heimasókn í skólanum. Um er að ræða nemendaskipti í Erasmus+ verkefni sem Menntaskólinn á Ísafirði er aðili að.
Hjá okkur eru 10 nemendur og 2 kennarar frá Omnia. Nemendurnir stunda nám í Arts and media og vinna nú verkefni hjá okkur í MÍ með nemendum á Lista- og nýsköpunarbraut og fá að kynnast Fablab smiðjunni.
Í apríl fara svo nemendur MÍ í heimsókn til Omnia skólans og kynnast starfsemi og námi þar.
Á meðfylgjandi myndum má sjá samstarf Omnia og MÍ nemenda í myndlistartíma.