6 okt 2023
Nemendur í hönnun hafa verið dugleg að heimsækja fyrirtæki á svæðinu í haust til að kynna sér starfsemi þar sem einhvers konar hönnun fer fram. Þar var margt áhugavert að sjá og heyra um eins og myndirnar bera með sér. Ólöf Dómhildur kennari í lista- og nýsköpunargreinum fylgdi nemendum í fyrirtækin og tók þessar skemmtilegu myndir m.a. af efnivið sem nemendur geta notað í verkefni í hönnunaráföngum. Fyrirtækin eru Ívaf, Háskólasetrið, Pixel, Hampiðjan og Netagerðin þar sem vinnustofur eru fyrir fólk í skapandi greinum.