Þann 14. apríl s.l. tóku tvö atriði á vegum Tónlistarskóla Ísafjarðar þátt í lokahátíð Nótunnar, uppskeruhátíð íslenskra tónlistarskóla, í Eldborgarsal Hörpunnar. Þátttakendur frá TÍ voru samtals 20 og þar af voru 14 nemendur úr MÍ. Það skemmst frá því að segja að þessi ungmenni komu, sáu og sigruðu í Hörpunni. Skólakór TÍ undir stjórn Bjarneyjar Ingibjargar Gunnlaugsdóttur var valinn sem eitt af níu framúrskarandi atriðum sem fengu sérstakan verðlaunagrip. Kórinn flutti verkið Gloria eftir Michael Bojesen. Auk þess hlaut hljómsveit píanónemenda sérstök verðlaun Tónlistarsafns Íslands í tengslum við "Ísmúsþema" í viðurkenningarflokknum frumsamin/frumleg atriði. Verðlaunin hlutu þau fyrir flutning sinn á verkinu "Krummi international" en verkið útsettu nemendurnir sjálfir ásamt kennara sínum Beötu Joó. Innilegar hamingjuóskir með þessa glæsilegu frammistöðu.
Sjá má nánari upplýsingar á heimasíðu Nótunnar, http://www.notan.is/index.php?option=com_content&view=article&id=250&Itemid=327