7 sep 2010
Hin árlega nýnemaferð var farin í Arnarfjörð og Dýrafjörð í byrjun september og tókst afar vel. Nýnemar og lífsleiknikennarar heimsóttu fæðingarstað Jóns Sigurðssonar að Hrafnseyri þar sem Valdimar Halldórsson staðarhaldari tók á móti þeim og fræddi þau um staðinn. Síðan var farið að Núpi í Dýrafirði þar sem Sæmundur Þorvaldsson á Læk leiddi nemendur og kennara um svæðið og sagði frá sögu og náttúru og Skrúður var heimsóttur. Um kvöldið héldu nemendur kvöldvöku og stjórn NMÍ mætti og kynnti starfsemi félagsins í vetur. Daginn eftir var farið í "Boot camp" og hafnarbolta og svo var haldið heimleiðis. Það var sérstaklega tekið til þess af þeim sem tóku á móti hópnum hvað nemendur voru háttvísir og prúðir í framkomu. Þess má geta að veðrið beinlínis lék við ferðalangana en 20 stiga hiti var á Núpi þessa daga. Meðfylgjandi myndir voru teknar í ferðinni og fleiri myndir eru komnar inn á myndasíðuna.