30 ágú 2017
Hin árlega nýnemaferð var farin í Dýrafjörð dagana 24. - 25. ágúst s.l. Nýnemahópurinn fór í fylgd fjögurra kennara að Núpi í Dýrafirði þar sem var gist. Ekið var út að eyðibýlinu Arnarnesi við utanverðan Dýrafjörð og gengið þaðan að Núpi. Eftir hádegi var farið í Skrúð og notið leiðsagnar og fræðslu um staðinn frá Emil Inga Emilssyn kennara og leiðsögumanni. Um kvöldið héldu nemendur kvöldvöku þar sem farið var í leiki og stjórn NMÍ mætti á svæðið og kynnti félagslíf vetrarins. Einnig var horft á draugamyndina Glámu sem er einmitt tekin upp í gamla héraðsskólanum á Núpi. Eftir morgunmat á föstudegi var farið í ratleik og síðan haldið heim á leið eftir ánægjulega ferð. Hér á síðunni eru nokkrar myndir úr ferðinni en einnig eru fleiri myndir á facebook síðu skólans.