4 sep 2014
Hin árlega nýnemaferð var farin að Núpi í Dýrafirði dagana 28.-29. ágúst s.l. Ferðin hófst með gönguferð út að eyðibýlinu Arnarnesi. Síðan var farið í skoðunarferð í Skrúð og að því loknu voru skemmtilegir hópeflingarleikir á túninu við Núpsskóla. Um kvöldið skemmtu nemendur og kennarar sér saman á kvöldvöku. Þangað kom einnig stjórn nemendafélagsins og kynnti félagslíf vetrarins fyrir nýnemum. Morguninn eftir var farið í ýmsa leiki utandyra áður en haldið var heim á leið um hádegisbilið. Veðrið lék við nemendur og kennara eins og svo oft áður og sjá má á myndunum sem eru komnar hér inn á heimasíðuna. Fleiri myndir eru einnig komnar inn á Facebook síðu skólans.