Opið hús fyrir grunnskólanema, háskólakynning og vörumessa 13. mars

4 mar 2024

Opið hús fyrir grunnskólanema, háskólakynning og vörumessa 13. mars

1 af 3

Miðvikudaginn 13. mars verður mikið um að vera í MÍ en þann dag verður skólinn með opið hús, Háskóladagurinn fer fram og Vörumessa verður haldin. Við hvetjum öll áhugasöm til að kíkja í heimsókn.

 

Opið hús í MÍ kl. 10:00-12:30:

Opið hús verður í MÍ sem er aðallega hugsað fyrir grunnskólanema. Grunnskólum Vestfjarða hefur verið boðið að koma í heimsókn í MÍ milli kl. 10:00 og 12:30. Grunnskólanemendur fá kynningu á námsframboði og skoðunarferð um húsnæði skólans. Í lok heimsóknar er boðið upp á hádegismat í mötuneytinu.

Háskóladagurinn kl. 12:30-14:00:

Sama dag verður Háskólakynning í Gryfjunni kl. 12. Allir 7 háskólarnir á Íslandi kynna þar námsframboð sitt en háskólarnir eru; Háskóli Íslands, Háskólinn í Reykjavík, Háskólinn á Akureyri, Háskólinn á Bifröst, Háskólinn á Hólum, Landbúnaðarháskólinn og Listaháskóli Íslands. Fulltrúar frá Háskólasetri Vestfjarða verða líka með kynningu. Á Háskólakynninguna eru öll velkomin sem hafa áhuga á að kynna sér námsframboð háskólanna. 

 

Vörumessa MÍ kl. 13.00-16:30:

Eftri hádegi verða nemendur í MÍ með Vörumessu ungra frumkvöðla í húsnæði Vestfjarðarstofu við Suðurgötu 12.  Vörumessa Mí er kynning á verkefnum nemenda sem þau vinna í áfanganum Hugmyndir og nýsköpun og er vettvangur fyrir unga frumkvöðla, fyrirtæki og samfélagið að þróa nýjar hugmyndir og lausnir á Vestfjörðum. Áhersla er lögð á samstarf við fyrirtæki/ráðgjafa á svæðinu og sjálfstæða vinnu nemenda að nýsköpunarlausn. Verkefnið undirbýr nemendur fyrir framtíðina og eykur færni þeirra til nýsköpunar, atvinnuþátttöku og atvinnusköpunar.  

 

Hlökkum til að sjá ykkur.

Til baka