9 mar 2016
Á morgun, fimmtudaginn 10. mars frá kl. 17:30-19:00, verður opið hús í Menntaskólanum. Markmið opna hússins er að kynna starfsemi skólans fyrir nemendum í 10. bekk á norðanverðum Vestfjörðum og forráðamönnum þeirra sem og öðrum sem hafa hug á að kynna sér starfsemi skólans.
Á opna húsinu verður sérstök áhersla lögð á að kynna verknámsframboð skólans og geta gestir skoðað verknámsaðstöðu þar sem kennarar og nemendur munu taka á móti þeim og ýmis verkefni verða í gangi. Bóknámskennarar verða í bóknámshúsi og segja frá áherslum í bóknámi og bókasafnið verður opið. Einnig munnámsráðgjafi veita upplýsingar um nýjar námsbrautir og inntökuskilyrði í skólann. Nemendur verða á staðnum og kynna félagslífið.
Boðið verður upp á leiðsögn um húsakynni skólans kl. 17:45 og 18:30. Gestir á opnu húsi fá tækifæri til að spreyta sig í ratleik og eru vegleg verðlaun í boði.
Starfsmenn og nemendur MÍ bjóða gesti velkomna á opið hús fimmtudaginn 10. mars.
Á opna húsinu verður sérstök áhersla lögð á að kynna verknámsframboð skólans og geta gestir skoðað verknámsaðstöðu þar sem kennarar og nemendur munu taka á móti þeim og ýmis verkefni verða í gangi. Bóknámskennarar verða í bóknámshúsi og segja frá áherslum í bóknámi og bókasafnið verður opið. Einnig munnámsráðgjafi veita upplýsingar um nýjar námsbrautir og inntökuskilyrði í skólann. Nemendur verða á staðnum og kynna félagslífið.
Boðið verður upp á leiðsögn um húsakynni skólans kl. 17:45 og 18:30. Gestir á opnu húsi fá tækifæri til að spreyta sig í ratleik og eru vegleg verðlaun í boði.
Starfsmenn og nemendur MÍ bjóða gesti velkomna á opið hús fimmtudaginn 10. mars.