Pálmar Ragnarsson með fyrirlestur

21 feb 2018

Pálmar Ragnarsson með fyrirlestur

Í morgun fengum við skemmtilegan fyrirlesara í heimsókn en þá kom Pálmar Ragnarsson og var með fyrirlestur á sal. Fyrirlestur Pálmars fjallaði um ýmislegt, m.a. markmið og samskipti. Þar kom hann m.a. inn á mikilvægi góðra samskipta í skólum og hvað hver og einn nemandi skiptir miklu máli. Góður rómur var gerður að fyrirlestri Pálmars eða svo vitnað sé beint í einn nemanda þá var fyrirlesturinn "ógeðslega skemmtilegur". Við þökkum Pálmari kærlega fyrir komuna.

Til baka