19 feb 2025
Kennsla hefur verið fjölbreytt og ýmislegt um að vera hjá rafmagns- og vélstjórnarnemendum undanfarna daga. Sigurður Óskarsson sem kennir rafiðngreinar við skólann hefur m.a. leyft þeim að spreyta sér á að vinna með tölvu- og nettækni með því að leggja lítið netkerfi sem tengist örtölvu í kennslustofunni þeirra. Þeir hafa einnig lært á rafal (alternator) til að fræðast um það hvernig rafmagn er framleitt með hjálp rafsegulsviðs og segulmögnunar. Þá var farið í vettvangsferð að Kirkjubóli í Korpudal í Önundarfirði þar sem nemendur fengu innsyní það hvernig lítil heimavirkjun er tengd við heimahúsið á bænum og sér heimilinu fyrir rafmagni.