22 mar 2024
Vegna ófærðar og snjóflóðahættu á vegum færum við skólahald alfarið yfir á rafrænt form í dag. Kennarar munu setja inn tilkynningar á Moodle og/eða senda í tölvupósti til nemenda. Nemendur skulu fylgja þeim fyrirmælum sem þar koma fram. Húsnæði skólans verður lokað og engin staðbundin kennsla í dag.