10 okt 2008
Nemendum er bent á að kynna sér vel eftirfarandi reglur um dreifnám:
Greiða skal innritunar- og kennslugjald við upphaf annar.
Dreifnám í MÍ er lotunám. Gert er ráð fyrir að a.m.k. 6 lotum á hverri önn. Samkvæmt 6 lotu skipulagi er lagt inn efni annan hvern þriðjudag.
Greiða skal innritunar- og kennslugjald við upphaf annar.
Dreifnám í MÍ er lotunám. Gert er ráð fyrir að a.m.k. 6 lotum á hverri önn. Samkvæmt 6 lotu skipulagi er lagt inn efni annan hvern þriðjudag.
- Í námsáætlun eru upplýsingar um hvaða efni skal farið yfir, verkefni og námsmat.
- Í hverri lotu eru lotumarkmið, upplýsingar og leiðbeiningar um lestur, verkefni, dæmi, ritgerðir og hlutapróf.
- Nemendum ber að skila lausnum reglulega og innan tilskilins tíma.
- Kennurum ber að veita endurgjöf innan tilskilins tíma.
- Ef nemendur geta ekki af einhverjum ástæðum sinnt námsframvindu lotunnar verður það að vera í samráði við kennara.
- Tímasetning verkefnaskila er á ábyrgð kennara.
- Próftökurétt hafa virkir nemendur.
- Skilaskylda verkefna er ófrávíkjanleg í próflausum áfanga.
Skyldur nemenda:
- Ástunda námið að eljusemi
- Skila verkefnum á réttum tíma
- Mæta í hlutapróf á réttum tíma
- Hafa samband við kennara ef upp koma þær aðstæður að hann getur ekki skilað verkefnum eða mætt í próf.
Nemandi telst óvirkur ef:
- Engu verkefni hefur verið skilað þegar 2. lota hefst.
- Færri en 3 verkefnum eða minna en 25% hefur verið skilað þegar 4. lota hefst.
- Færri en 4 verkefnum eða minna en 34% hefur verið skilað þegar 6. lota hefst.
Skyldur kennara við nemendur:
- Senda nemendum hvatningabréf í upphafi annar.
- Setja inn a.m.k. 6 námspakka með leiðbeiningu um námið, lesefnið og verkefni (bæði stuðningsverkefni og skilaverkefni) svo og upplýsingum um próf.
- Svara fyrirspurnum nemenda hratt og vel.
Guðrún Á Stefánsdóttir