Bókartíðindi
Saga Menntaskólans á Ísafirði til 2008
Björn Teitsson
Í tilefni af 40 ára afmæli Menntaskólans á Ísafirði haustið 2010 var ákveðið að gefa út sögu hans. Björn Teitsson, sagnfræðingur, sem var skólameistari við skólann 1979-2001, samdi texta bókarinnar. Í bókinni er fjallað um aðdraganda að stofnun skólans og baráttu heimamanna fyrir menntaskóla. Ritið er vönduð skólaskýrsla, sett fram á aðgengilegan hátt eftir tímabilum. Umtöluð mál sem komið hafa upp innan skólans og eftirmál þeirra fá hér umfjöllun. Í rammagreinum eru rakin æviatriði allra skólameistara og ýmissa annarra. Með sama hætti er birt efni af léttara tagi úr skólalífinu. Bókina prýðir fjöldi mynda, m.a. ljósmyndir af árgöngum brautskráðra nemenda 1974-2008. Í viðauka eru skrár yfir nöfn kennara og þeirra nemenda skólans árin 1970-2008 sem gengust undir próf að loknu námi í einn vetur eða eftir atvikum eina námsönn og höfðu útskrifast vorið 2008.
Menntaskólinn á Ísafirði 448 bls.
ISBN 978-9979-70-770-7
Leiðb. verð kr. 5990
Bækurnar eru fáanlegar í verslunum Eymundson og Pennans.
Tilboð
Öllum nemendum sem útskrifast hafa frá MÍ og fyrrverandi starfsmönnum skólans gefst kostur á að fá bókin á kr. 4.900. Þeir sem hafa áhuga að fá Sögu MÍ á tilboðsverði geta haft samband við skrifstofu skólans í síma 450 4400 eða sent tölvupóst á misa@misa.is.
Jón Reynir Sigurvinsson
skólameistari