10 jan 2023
Þann 6. janúar skrifaði Menntaskólinn á Ísafirði undir samstarfssamning við fiskeldisfyrirtækin ArcticFish, Arnarlax og Háafell um framhaldsskólanám í fiskeldi í samstarfi við Vestfjarðastofu.
Á Vestfjörðum, eins og víðar um landið, er fiskeldið sem atvinnugrein í miklum vexti og mikill skortur á menntuðu starfsfólki. Ný námsbraut sem verður leidd af Menntaskólanum á Ísafirði ber yfirskriftina „hafið, umhverfið og auðlindir.“ Brautin mun samanstanda af stúdentsbraut með staðgóðri þekkingu á umhverfinu, auðlindum hafsins og fiskeldi og innan brautarinnar er eins árs nám sem kennir grunnþætti til starfa í fiskeldi.
Sjá frétt frá Vestfjarðastofu um samninginn https://www.vestfirdir.is/.../menntaskolinn-a-isafirdi...