Sápudagar í september

14 sep 2023

Sápudagar í september

Í vikunni var skólastarfið brotið hressilega upp með tveimur óhefðbundnum dögum, 13. og 14. september. Þema daganna var umhverfismál og gildi skólans - Virðing, metnaður og vellíðan. Markmið daganna var að hrista nemendur saman í byrjun skólaársins og í stað hefðbundinnar stundaskrár var dagskrá skipulögð bæði af starfsfólki og nemendum. Nemendur fengu að velja heiti á dagana og fékk nafnið ,,Sápudagar" flest atkvæði í valinu. Nemendur tók m.a. þátt í íþróttadegi, endurnýttu gömul skrifborð, tóku ljósmyndir og bjuggu til myndbönd tengd þemanu.

Við þökkum nemendum og starfsfólki kærlega fyrir vel heppnaða daga, þið eruð frábær!

 

 

Til baka