Í dag var haldinn skólafundur í MÍ og var nemendum skipt í hópa sem var dreift um skólann. Sá hver hópur um að skipta með sér verkum og voru í hverjum hópi hópstjóri, ritari, peppari, rannsakandi og tímavörður, til að nefna nokkur dæmi.
Umræðuefni fundarins var ábyrgð og þátttaka nemenda í uppbroti í skólastarfi og voru hóparnir beðnir um að leggja fram hugmyndir og lýsa því hvernig þeir sjá fyrir sér uppbrotsdaga. Hóparnir skiluðu hugmyndum sínum í lok fundar og verður kosið um þrjár bestu hugmyndirnar í næstu viku.
Gróskudagar sem fara fram í Sólrisuviku hafa verið hluti af skólastarfinu nánast frá stofnun hans eru dæmi uppbrot, en undanfarin ár hafa aðrir þemadagar verið á dagskrá snemma á haustönn. Auk þess er ýmist klúbbastarf í MÍ.
Það er mikilvægt að rödd nemenda heyrist varðandi skólastarfið og mæla lög um framhaldsskóla fyrir um að skólafundir skulu haldnir a.m.k. einu sinni á ári. Í MÍ hafa slíkir fundir verið haldnir á hverri önn um nokkurt skeið og ýmis málefni sem snerta skólann og skólastarfið verið rædd.