23 apr 2014
Skólahald er nú hafið að nýju eftir páskafrí. Eins og samþykkt var fyrir páska og kynnt fyrir nemendum, þá bætast fimm kennsludagar við skóladagatal vorannar. Þetta er gert til þess að bæta nemendum upp þá kennslu sem þeir misstu af í verkfalli kennara. Þessir dagar eru 22. apríl, 25. apríl (sumardagurinn fyrsti) og 12.-14. maí. Því miður er staðan sú varðandi sumardaginn fyrsta að þá eru ekki í gangi almenningssamgöngur á vegum sveitarfélaganna á norðanverðum Vestfjörðum. Við vonum að þetta komi ekki að sök og að nemendur geti sameinast í bíla til að mæta í skólann þennan dag.