Vegna hertra sóttvarnaraðgerða sem tóku gildi á miðnætti þá hefur verið tekin sú ákvörðun að loka skólanum þessa tvo daga sem eftir eru fram að páskafríi. Nemendur og forráðafólk fengu sendar eftirfarandi upplýsingar í gær:
Engin kennsla verður í Menntaskólanum á Ísafirði fimmtudaginn 25. mars og föstudaginn 26. mars. Skiladagar verkefna þessa tvo daga gilda. Staðan varðandi skólahald verður tekin aftur að loknu páskafríi.
Vegna heimavistar: Nemendur á heimavist sem geta farið heim eru hvattir til að gera það sem allra fyrst. Heimavistinni verður formlega lokað frá og með miðnætti og það á við um mötuneytið líka.
Vegna leiksýningar: Í kvöld (24/3) verður sýning á Hárinu sem verður því miður lokasýning í bili.
Þessar hamlandi aðgerðir geta haft mismunandi áhrif á okkur og okkar líðan. Því er mikilvægt að við reynum að hugsa jákvætt og vel um okkur sjálf í páskafríinu. Fylgjum tilmælum Almannavarna og pössum upp á eigin sóttvarnir. Við höfum því miður verið í þessum sporum áður og enn og aftur þurfum að gera okkar besta í baráttunni við veiruna.
Gleðilega páska!