28 ágú 2012
Skólinn var settur þann 27. ágúst s.l. að viðstöddum nemendum, starfsmönnum og gestum. Við upphaf athafnarinnar lék Þormóður Eiríksson á gítar, lagið Fly me to the moon eftir Bart Howard. Að því búnu flutti skólameistari skýrslu sína og aðstoðarskólameistari fór yfir ýmis hagnýt atriði vegna skólastarfsins næstu daga. Síðan ávarpaði skólameistari nemendur og að lokum stóðu allir viðstaddir upp og sungu saman Ísland ögrum skorið eftir Eggert Ólafsson við lag Sigvalda Kaldalóns. Myndir frá setningarathöfninni eru komnar inn á myndasíðuna hér til vinstri.