20 ágú 2024
Menntaskólinn á Ísafirði var settur í dag í 55. sinn. Alls munu 215 nemendur stunda nám í dagskóla á haustönn og er það töluverð fjölgun frá síðasta skólaári eða um 20%. Leita þarf aftur til ársins 2014 til að finna sambærilegan nemendafjölda en þá var kennt eftir fjögurra ára kerfi til stúdentsprófs og því fleiri árgangar í skólanum en nú. Nemendur í fjarnámi og lotubundnu dreifnámi verða samtals 317 og heildarfjöldi nemenda við skólann 532. Aðsókn á heimavist hefur einnig aukist og verða öll herbergi hennar nýtt af nemendum MÍ í vetur. Við hlökkum til að starfa með þessum fjölmenna hópi nemenda í vetur.