Gísli fékk einnig peningaverðlaun sem Ragnheiður Hákonardóttir og fjölskylda gefa til minningar um Guðbjart Guðbjartsson fyrir framúrskarandi árangur í raungreinum, verðlaun Lífeyrissjóðs Vestfirðinga fyrir hæstu einkunn í viðskiptagreinum og verðlaun Stærðfræðifélagsins fyrir hæstu einkunn í stærðfræði. Arna Rannveig Guðmundsóttir hlaut verðlaun Forlagsins fyrir framúrskarandi námsárangur í íslensku, verðlaun Kanadíska sendiráðsins fyrir hæstu einkunn í frönsku og ensku, verðlaun Glitnis fyrir hæstu einkunn í félagsgreinum og verðlaun Sögufélags Ísfirðinga fyrir hæstu einkunn í sögu. Verðlaun Danska sendirásins fyrir hæstu einkunn í dönsku hlaut Bryndís Guðmundsóttir ásamt verðlaunum Bókhlöðunnar-Pennans fyrir hæstu einkunn í ensku. Verðlaun Gámaþjónustu Vestfjarða fyrir framúrskarandi árangur í náttúrufræði og umhvefismennt hlaut Anna María Guðmundsdóttir. Þröstur Pétursson hlaut verðlaun Þýska sendiráðsins fyrir hæstu einkunn í þýsku og verðlaun Landsbanka Íslands fyrir frábæran námárangur í náttúrufræði. Ragnheiður Karítas Hjálmarsdóttir hlaut verðlaun Menntaskólans fyrir hæstu einkunn í frönsku. Verðlaun Ísfirðingafélagsins í Reykjavík til minningar um Jón Leós sem veitt eru fyrir félagsstörf, góða ástundun og námsárangur hlaut Eggert Orri Hermannsson og verðlaun Sjóvár-Almennra fyrir félagsstörf hlaut Gunnar Jónsson. Einar Birkir Sveinbjörnsson hlaut verðlaun Trésmiðjunnar í Hnífsdal fyrir hæstu einkunn í húsasmíði. Verðlaun 3X-Technology fyrir hæstu einkunn í faggreinum stálsmíði hlaut Trausti Sigurgeirsson og verðlaun Félags járniðnaðarmanna fyrir hæstu einkunn í stálsmíð hlaut Þröstur Þórisson. Verðlaun Orkubús Vestfjarða fyrir frábæran árangur í vélstjórnargreinum hlaut Björn Halldórsson. Guðrún Rósinbergsdóttir hlaut verðlaun Menntaskólans fyrir framúrskarandi árangur í sjúkraliðagreinum. Iðnmeistararnir Sigurlín Guðbjörg Pétursdóttir og Guðlaug Jónsdóttir hlutu verðlaun Menntaskólans fyrir framúrskarandi námsárangur á iðnmeistaraprófi.
Útskriftarnemum er óskað innilega til hamingju með árangurinn og velfarnaðar í framtíðinni.