25 maí 2009
Menntaskólanum á Ísafirði var slitið í 39 sinn við hátíðlega athöfn í Ísafjarðarkirkju laugardaginn 23. maí sl. Útskrifaðir voru 63 nemendur. Átta vélaverðir smáskipa, 4 luku A námi vélstjórnar og 4 luku 2. stigi vélstjórnar og 3 luku B námi vélstjórnar. Einnig var útskrifaður 1 húsasmiður og 1 sjúkraliði, 2 stálsmiðir og 3 nemendur af starfsbraut. Alls brautskráðust 35 stúdentar. Einn meistari í dúklögn og veggfóðrun var brautskráður og einn meistari í bifreiðasmíði. Útskriftarnemarnir Margrét Theódórsdóttir, Fjóla Aðalsteinsdóttir, Halldór Smárason og Smári Alfreðsson léku á hljóðfæri, fulltrúar afmælisárganga fluttu ávörp og verðlaun voru veitt fyrir góðan námsárangur. Hæstu einkunn á stúdentsprófi hlaut Halldór Smárason stúdent af náttúrufræðbraut. Hann hlaut 1. ágætiseinkunn 8.82.