Í dag var gefin út ný reglugerð um takmörkun á skólastarfi vegna farsóttar. Í henni felast ekki miklar breytingar fyrir okkur í MÍ. Við getum haft staðnám eftir páskafrí en tökum aftur upp grímuskyldu um allan skólann, líka í Gryfjunni.
Fyrirkomulagið í skólanum verður með eftirfarandi hætti, en frekari upplýsingar er að finna hér:
Fjarlægðartakmörk:
Í skólanum þurfa að vera 2 m á milli allra. Það er ekki raunhæft í skólastarfi og því verður grímuskylda í öllum skólanum, innan og utan kennslustofa.
Nauðsynlegt að spritta:
Þegar komið er inn í skólann eða inn á ný svæði þurfa allir að spritta sig. Allar kennslustofur þarf að sótthreinsa eftir hverja kennslustund.
Einstefna á sumum stöðum í skólanum:
Í stigum í bóknámshúsi er einstefna. Við förum upp hjá sjoppunni eða milli stofu 16 og 17. Við förum niður hjá kennarastofunni og stofu 8 eða milli stofu 3 og 4.
Veikindi/sóttkví/eingangrun:
Ef þú ert með flensulík einkenni vertu heima og farðu í sýnatöku. Nauðsynlegt er að láta vita af sóttkví eða einangrun á netfangið misa@misa.is
Mötuneyti:
Alla daga er mötuneytið opið frá kl. 12:20-13:20. Við hvetjum alla sem hafa tök á að mæta á fyrri hluta opnunartímans um að gera það, m.a. til að forðast raðir.
Heimavist:
Heimavistin verður opin og gestakomur leyfðar eins og segir til um í heimavistarreglum.