Skráning í smiðjur á Gróskudögum

28 feb 2018

Skráning í smiðjur á Gróskudögum

Nú fer að líða að Gróskudögunum þar sem hefðbundin kennsla er brotin upp og boðið verður upp á smiðjur í staðinn. Til að komast í smiðjur verða nemendur að skrá sig í þær. Það er gert í gegnum þennan skráningarhlekk.  Lýsingar á hverri smiðju má finna hér

Fyrir þá nemendur sem eru ekki vissir um hvernig skráningin virkar er hér stutt kynningarmyndband 

Varðandi mætingu þá fá nemendurmætingablað hjá ritara og fá síðan límmiða fyrir hverja smiðju sem mætt er í. Mæta þarf í þrjá stokka hvorn dag (athugið að sumar smiðjur eru lengri en einn stokkur).

 

 

Til baka