Skýrsla um innra mat 2016-2017

8 nóv 2017

Skýrsla um innra mat 2016-2017

Við MÍ fer fram innra mat á skólastarfinu eins og kveðið er á um í aðalnámskrá  frá 2011 og reglugerð nr. 700 frá 2010 um mat og eftirlit í framhaldsskólum. Í 3. grein reglugerðarinnar segir m.a.:  

Hver framhaldsskóli skal með kerfisbundnum hætti meta árangur og gæði skólastarfsins. Virkt innra mat skal samofið annarri starfsemi skóla og skal skapa forsendur fyrir markvissu mati á árangri og leiðum að markmiðum skóla. Innra mat skal vera umbótamiðað og ná til allra helstu þátta skólastarfsins. Það skal stuðla að aukinni vitund um mikilvægi gæða í öllu starfi.

Tryggja skal virka þátttöku starfsmanna, foreldra, nemenda og skólaráðs í innra mati, eftir því sem við á. Innra mat skal byggja á fjölbreyttum gögnum sem taka mið af viðfangsefnum hverju sinni.

Framhaldsskólar skulu birta opinberlega og á aðgengilegan hátt, á heimasíðu sinni eða með öðrum hætti, upplýsingar um framkvæmd innra mats, helstu niðurstöður og umbótaáætlun. Einnig skal gera grein fyrir tengslum matsins við skólanámskrá og stefnu skólans.


Sjálfsmatsnefnd skólans sem sinnir innra mati hefur nú lokið skýrslu fyrir skólaárið 2016-2017. Skýrsluna má finna hér á heimasíðunni.

Til baka