28 feb 2008

Sólrisa

Hin árlega Sólrisuhátíð Menntaskólans á Ísafirði hefst 29. febrúar kl 12:15 með skrúðgöngu frá skólanum að Kaffi Edinborg. Um svipað leiti fer útvarp Mí-flugan í loftið á tíðninni FM 101.0. Dagskrá hátiðarinnar er að vanda mjög vegleg. Meðal þess sem í boði verður er myndlistarsýning Davíðs Arnar Halldórssonar í Slunkaríki, Rokksúpa í Edinborgarhúsi, bíósýningar, trommusólókeppni, uppistand, fyrirlestrar, háskólakynningar, styrktartónleikar, alheimsmeistaramót í víkingaskák og sundlaugapartí. Að ógleymdu sólrisuleikritinu Rocky Horror Picture Show. Ítarlega dagskrá hátíðarinnar er að finna á vefsíðunni solrisa.is

Til baka