5 mar 2019
Sólrisuhátíð Nemendafélags MÍ stendur nú sem hæst, en hátíðin var sett s.l. föstudag. Sama kvöld var leikritið Ávaxtakarfan í leikstjórn Ingridar Jónsdóttur frumsýnt við mikinn fögnuð áhorfenda.
Dagskrá Sólrisuhátíðarinnar er afar fjölbreytt í ár og áhugasamir geta kynnt sér hana á meðfylgjandi mynd. Sérstök athygli er vakin á Útvarpi MÍ-flugunni, en margir skemmtilegir og áhugaverðir þættir eru í boði.
Sólrisunefnd, menningarvita Kötlu Vigdísi Vernharðsdóttur og stjórn NMÍ er óskað innilega til hamingju með flotta Sólrisuhátið með ósk um að allir njóti hátíðarinnar og skemmti sér hið besta.