28 feb 2021
Sólrisuhátíð 2021 var sett sl. föstudag með stuttri skrúðgöngu og síðan var boðið upp á möffins í Gryfjunni. Framundan er sólrisuvikan og þar sem talsvert hefur verið létt á samkomutakmörkunum með nýrri reglugerð um skólahald sem tók gildi í síðustu viku, þá verður hægt að bjóða upp á skemmtilega dagskrá alla vikuna. Gróskudagar verða svo á sínum stað á þriðjudag og miðvikudag þar sem gert er uppbrot á hefðbundinni kennslu og nemendur geta valið sér smiður af ýmsu tagi.