10 mar 2014
Nú er fertugustu Sólrisuhátíð MÍ lokið og hefðbundið skólastarf tekið við. Mikið var um að vera í skólanum alla vikuna og að vanda var kennslan brotin upp með gróskudögum frá miðvikudegi til föstudags. Þá daga gátu nemendur valið um allskyns smiðjur sem var stýrt af kennurum og einstaka nemendum. Fjölmiðlasmiðjan var í boði alla daga og nemendur í þeirri smiðju tóku ljósmyndir, settu saman fréttablað og tóku upp myndbönd af því sem var að gerast í skólanum þessa daga. Myndirnar má skoða hér á heimasíðu skólans og fréttablaðið má sjá með því að smella hér. Vinna við klippingu á myndefni sem tekið var upp stendur yfir en myndefnið mun verða birt hér á heimasíðunni þegar þeirri vinnu er lokið.