Sólrisuvika og gróskudagar

22 feb 2024

Sólrisuvika og gróskudagar

Framundan er ein skemmtilegasta vika skólaársins, sjálf Sólrisuvikan. Að fagna komu sólarinnar með sólrisuhátíð hefur verið fastur liður í skólahaldinu síðan árið 1974. Sólrisunefnd nemendafélagsins skipuleggur dagskrá með fjölbreyttum viðburðum í frímínútum, hádegi og á kvöldin. Þá verður óhefðbundin kennsla tvo daga í vikunni en slíkir gróskudagar eru orðnir órjúfanlegur hluti af sólrisuvikunni. Á gróskudögum velja nemendur sér smiðjur í stað hefðbundinna kennslustunda, má þar nefna dæmi eins og brauðtertugerð, kleinubakstur, boccia, útivist, dans, spinning, smíði og hugleiðslu en alls eru rúmlega 40 ólíkar smiðjur í boði í ár.

Sólrisuhátíðin verður sett með skrúðgöngu í hádeginu mánudaginn 26. febrúar og stendur alla vikuna. Leikfélag MÍ mun svo frumsýna Dýrin í Hálsaskógi viku síðar eða föstudaginn 8. mars. Við vonum að sem flest geti notið þess sem boðið verður upp á og hafi gaman af með sól í hjarta.

Nemendur geta valið sér smiðjur á gróskudögum hér:

 Skráning í gróskusmiðjur

 

Til baka