3 mar 2025
Sólrisuvikan var sett með skrúðgöngu síðastliðinn föstudag 28. febrúar. Að fagna komu sólarinnar með þessum hætti hefur verið fastur liður í skólahaldi MÍ síðan árið 1974.
Þessa viku verður boðið upp á fjölbreytta viðburði í frímínútum, hádegi og á kvöldin og hefur sólrisunefnd nemendafélagsins veg og vanda af dagskránni. Gróskudagar eru einnig órjúfanlegur hluti af sólrisuvikunni en þá er kennsla með óhefðbundni sniði í tvo daga. Nemendur velja sér smiðjur í stað hefðbundinna kennslustunda og eru smiðjurnar alls um 30 talsins. Úrvalið er fjölbreytt og má nefna borðspil, pitsugerð, jóga, brandarahorn, kleinubakstur, bogfimi, klifurvegg, sjósund og útihlaup.
Við vonum að sem flest geti notið þess sem Sólrisuvikan hefur upp á bjóða.