Söngkeppni 2011

3 mar 2011

Söngkeppni 2011

Húsbandið
Húsbandið
1 af 2
Föstudaginn 25. febrúar var söngkeppni MÍ haldi í Íþróttahúsinu á Torfnesi. Fjölmörg atriði kepptu um hylli dómnefndar og um það hvert þeirra yrði fyrir valinu sem fulltrúi MÍ á söngkeppni framhaldsskólanna á Akureyri í apríl. Niðurstaðan varð sú að Hermann Óskar Hermannsson varð í fyrsta sæti með lagið Situatation eftir Bigga Bix. Í öðru sæti varð Agnes Ósk Marzellíusardóttir en sönghópur skipaður þeim Ásgeiri Guðmundi Gíslasyni, Freysteini Nonna Mánasyni, Magnúsi Traustasyni, Ómari Hólm og Valtý Þórarinssyni varð í 3. sæti. Húsbandið lék undir í flestum lögum og stóð sig frábærlega en það skipuðu Andri Pétur Þrastarsson á gítar, Aron Elmar Karlsson á bassa, Freysteinn Nonni Mánason á trommur og Sunna Karen Einarsdóttir á hljómborð. Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum var umgjörð keppninnar hin glæsilegasta og má þakka það framkvæmdastjóra keppninnar Hermanni Siegle Hermannssyni og aðstoðarmönnum hans.Myndirnar tók Stephen Albert Björnsson og einnig myndirnar sem sjá má á myndasíðunni hér til vinstri á síðunni.

Til baka