16 nóv 2017
Fljótlega fer af stað áfangi sem heitir STERKARI ÉG (HAME1HA01) í umsjón þeirra Auðar Ólafsdóttur og Hörpu Guðmundsdóttur. Í áfanganum kynnast þátttakendur leiðum til að takast á við vandamál og mótlæti sem getur haft truflandi áhrif í daglegu lífi. Áhersla er lögð á að skoða hvernig hugsanir, hegðun og líðan tengjast og hvernig þátttakendur geta nýtt sér þá tengingu til að efla sig í leik og starfi. Áhugasamir hafi samband við Stellu námsráðgjafa (stella@misa.is)