17 ágú 2023
Árlega býður Menntaskólinn við Hamrahlíð upp á stöðupróf í norsku og sænsku. Stöðuprófin eru einungis haldin í lok ágúst ár hvert og auglýst á heimasíðu skólans. ( breyttist 2023)
Stöðupróf í norsku og sænsku eru samin með hliðsjón af gildandi námskrá viðkomandi tungumála. Þess er gætt að haga uppbyggingu prófa með þeim hætti að þau sýni þekkingu, hæfni og leikni próftakans sem best og taka mið af lesskilningi, ritun, málfræði, orðaforða og stafsetningu. Athugið að munnlegi þátturinn er ekki prófaður.
Stöðuprófin eru fyrir einstaklinga sem hafa lokið yfirferð á námsefni á framhaldsskólastigi í norsku í Noregi eða sænsku í Svíþjóð.
Nánari upplýsingar er hægt að nálgast á heimasíðu Menntaskólans við Hamrahlíð