#MÍ50ára
Í dag eru 62 ár síðan fyrsti formlegi fundur um stofnun menntaskóla á Ísafirði var haldinn, 12 árum áður en skólinn var stofnaður.
Úr skjalasafninu - fundargerð fyrsta fundar um stofnun menntaskóla á Ísafirði frá 28. október 1958.
1. fundur
(af Oddfellowstúkunni Gesti, Ísafirði)
nefndar, sem kosin var til þess að vinna að stofnun menntaskóla á Ísafirði var haldinn á skrifstofu Jóhanns Gunnars Ólafssonar, bæjarfógeta, þriðjudaginn 28. október 1958.
Mættir voru allir nefndarmennirnir.
Samþykkt var að leita eftir samvinnu eftirtalinna félaga á Ísafirði, til þess að gangast fyrir stofnun menntanskóla á Ísafirði fyrir Vestfirðingafjórðung: Frímúrarastúkunnar, Iðnaðarmannafélags Ísafjarðar, Kvenfélagsins ,,Ósk”, Kvenfélagsins ,,Hlíf”, Lionsklúbbsins og Rótarýklúbbsins. Ákveðið var, að fyrirgreindum félögum yrði send greinargerð um málið.
Fleira ekki gert.
Guðjón Kristinsson
Jóh. Gunnar Ólafsson
Rögnv. Jónsson