Stofnun menntaskóla á Ísafirði

28 okt 2020

Stofnun menntaskóla á Ísafirði

Fundargerð fyrsta fundar um stofnun menntaskóla á Ísafirði
Fundargerð fyrsta fundar um stofnun menntaskóla á Ísafirði

#MÍ50ára

Í dag eru 62 ár síðan fyrsti formlegi fundur um stofnun menntaskóla á Ísafirði var haldinn, 12 árum áður en skólinn var stofnaður. 


Úr skjalasafninu - fundargerð fyrsta fundar um stofnun menntaskóla á Ísafirði frá 28. október 1958. 


1. fundur
(af Oddfellowstúkunni Gesti, Ísafirði)

nefndar, sem kosin var til þess að vinna að stofnun menntaskóla á Ísafirði var haldinn á skrifstofu Jóhanns Gunnars Ólafssonar, bæjarfógeta, þriðjudaginn 28. október 1958.

Mættir voru allir nefndarmennirnir.

Samþykkt var að leita eftir samvinnu eftirtalinna félaga á Ísafirði, til þess að gangast fyrir stofnun menntanskóla á Ísafirði fyrir Vestfirðingafjórðung: Frímúrarastúkunnar, Iðnaðarmannafélags Ísafjarðar, Kvenfélagsins ,,Ósk”, Kvenfélagsins ,,Hlíf”, Lionsklúbbsins og Rótarýklúbbsins. Ákveðið var, að fyrirgreindum félögum yrði send greinargerð um málið.

Fleira ekki gert.

Guðjón Kristinsson
Jóh. Gunnar Ólafsson
Rögnv. Jónsson

Til baka