Styrkir úr Afreks- og hvatningarsjóði Háskóla Íslands 2016

10 maí 2016

Styrkir úr Afreks- og hvatningarsjóði Háskóla Íslands 2016

Styrkjum úr Afreks- og hvatningasjóði Háskóla Íslands verður úthlutað í 9. sinn í júní n.k. Styrkirnir eru veittir framaldsskólanemum sem ná afburðarárangri og innritast í Háskóla Íslands. Um er að ræða styrki að fjárhæð 300.000 krónur hver, auk þess sem styrkþegar fá skráningargjöldin endurgreidd. Annað árið í röð eru þrír styrkir sérstaklega ætlaðir þeim nemendum sem hyggja á kennaranám eða annað nám í menntavísindum. Þá er stjórn sjóðsins heimilt að veita allt að þrjá styrki til nýnema sem sýnt hafa fram á sérstakar framfarir í námi sínu eða náð góðum námsárangri þrátt fyrir erfiðar aðstæður. 

Frekari upplýsingar um sjóðinn er að finna á slóðinni: http://sjodir.hi.is/afreks_og_hvatningarsjodur_studenta_haskola_islands 

Umsóknarfrestur um nám við Háskóla Íslands sem og um styrki úr sjóðnum er til 5. júní n.k.

Til baka