Styrkur úr Uppbyggingarsjóði Vestfjarða

8 des 2022

Styrkur úr Uppbyggingarsjóði Vestfjarða

Verkefnið Vörumessa MÍ hefur fengið vilyrði fyrir styrk að upphæð 400 þúsund krónur úr Uppbyggingasjóði Vestfjarða. Alls bárust 103 umsóknir um styrk úr sjóðnum að þessu sinni og úthlutunarnefnd og fagráð sjóðsins ákváðu að veita 62 verkefnum styrk. 

Vörumessa MÍ er kynning á verkefnum nemenda sem þau vinna í áfanganum Hugmyndir og nýsköpun og er vettvangur fyrir unga frumkvöðla, fyrirtæki og samfélagið að þróa nýjar hugmyndir og lausnir á Vestfjörðum. Áhersla er lögð á samstarf við fyrirtæki/ráðgjafa á svæðinu og sjálfstæða vinnu nemenda að nýsköpunarlausnum. Verkefnið undirbýr nemendur fyrir framtíðina og eykur færni þeirra til nýsköpunar, atvinnuþátttöku og atvinnusköpunar. Samstarfsaðilar MÍ í verkefninu eru

Til baka